Hvað ber framtíðin í skauti sér

Hvað ber framtíðin í skauti sér.

Röksýni og hagsýni.

Hvernig viljum við snúa okkur núna gagnvart framtíð okkar og Íslands?
Hvaða möguleika höfum við?
Eitt sem við þurfum að gera er að opna fyrir nýjar hugmyndir, sköpunargleðina og nýta það sem við höfum hér á landi.

Atvinnusköpun:
Það sem við þurfum nú að gera er að skapa ný störf með nýju hugviti og nýjum framleiðslum.

Álver:
Við erum með nokkur álver í landinu til að vinna ál. Álverin eru að skapa heilmörg og góð störf.
Með álinu erum við með útflutningsvöru sem færir inn gjaldeyri í landið.
En það er líka svo margt annað sem við getum með álið.
Með íslensku hugviti og hönnun getum við hannað margt sem eykur gildi álsins.
Getum nýtt álið til að gera til dæmis til að gera rafmagnsbíla.............

Sjávarútvegur:
Við höfum nú sjávarútveginn og fiskiafurðinar okkar sem hafa í gegnum árin og aldirnar verið okkar aðal lífæð og tekjulind.
En er ekki spurning um hvað er hægt að gera meira af því.
Þ.e.a.s hvort við getum ekki skapað fleiri störf við vinna afurðirnar, búa til ferska og frosna rétti.
Ýmislegt sem skilaði hagnaði við útflutning.
Svo einnig að hagnýta allt sem er þar í kring.
Eins og hönnun á fatnaði úr fiskroði og öllu affalli sem verður þar af.

Landbúnaður:
Svo höfum við náttúrulega alveg óteljandi möguleika með landbúnaðin.
Við höfum nóg af kjöti, hreinu og góðu kjöti. Við höfum lambið, hrossakjöt, nautakjöt og kjúklingin.
Við höfum nú þegar nóg fyrir íslenskan markað sem og til útflutnings.
Ef við aukum samt við framleiðsluna þá höfum við enn meir til útflutning og við getum markaðssett Ísland með hreint og gott
kjöt, delicatess.
Við höfum einnig góðar kartöflur og grænmeti. Allt mjög hreinar og góðar afurðir sprottnar í Íslenskum jarðvegi.
Við getum haft meira en nóg fyrir íslenskan markað en einnig getum við flutt mikið út.
Svo erum við með alveg ógrynni af ónýttu ræktunarlandi sem væri hægt að nota til að rækta ýmislegt annað sem er
ekki verið að rækta nú.
Nýta það land betur og nota hugvit og þekkingu til að finna réttar afurðir til þess.
Við höfum einnig hefðina og möguleikana á að auka við gróðurhúsamenninguna okkar.
Þar höfum við alveg ótrúlega möguleika á að rækta nær allt milli himins og jarðar.
Þar að auki öll þau störf sem skapast við það.

Vatn:
Hið hreina og góða íslenska vatn sem flæðir um land okkar og fjöll.
Við höfum alveg helling af möguleikum með vatnið.
Orka vatnsins, möguleikar til útflutnings.

Rafmagn:
Við höfum helling af rafmagni og orku hér á landi.
Við getum nýtt það til að skapa störf fyrir íslendinga.
Við gætum boðið erlendum fyrirtækjum að stofna útibú hér til að vinna hugbúnað, netþjóna og ýmislegt sem því tengist.
Sem og fyrir íslenst fyrirtæki og fólk með hugvit til að vinna með og stofna ýmislegt þar í kringum.

Íslenskt hugvit:
Við höfum helling af íslendingum með helling af hugmyndum og mikið hugvit.
Hvernig væri að leysa það allt úr viðjum og koma því öllu upp á yfirborðið og byrja að vinna með það.
Ný fyrirtæki, sprotafyrirtæki. Ný verkefni sem geta skapað helling af störfum.

Hönnuðir:
Hvað með alla þá hönnuði sem við höfum á Íslandi. Sem eru að hanna klæðnað, húsgöng, hús, landslag og hvaðeina fleira.
Fatahönnuðir þurfa að láta sauma og vinna vörur sínar í útlöndum vegna þess að það er of dýrt að láta gera það hér á landi.
En það væri hægt að skapa ýmis störf hér á landi við að gera það sem er hagstæðara að gera annarstaðar.
Helling af hönnuðum að hanna húsgögn en ná ekki að sjá fyrir sér eða sinna sinni vinnu vegna þess að það er svo mikið af
innfluttum húsgögnum.
Við erum að missa gjaldeyri úr landi við að flytja inn vörur og að ráða erlent vinnuafl.
Af hverju ekki að skapa aðstæður hér til að vinna vörurnar og að kaupa íslenskt.
Einnig þá að skapa aðstæður fyrir íslenska hönnuði til að geta selt vörur sínar til útflutnings.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband