Færsluflokkur: Lífstíll

Hamingjan er mikilvægust

Ég skil ekki af hverju það er svona erfitt að viðurkenna það að samkynhneygð er hluti af okkur sem mannkyn, því er ekki hægt að neita og því á ekki að neita. Þetta er borgaralegur réttur eins og sagt er. Ef kirkjan er svona ofboðslega uppstoppuð af dómhörku og afneitun þá spyr ég hvar þessi fyrirgefandi faðir er sem kallaður er guð. Hvað varð af guði sem elskar öll sín börn.

Þetta snýst um ást, umhyggju og hamingju. Það á ekki að vera undir kirkjunar mönnum eða annara að dæma um hverjir megi gifta sig eða ekki. Er það í alvörunni lögbrot að elska aðra manneskju. Er það í alvörunni lögbrot að tvær manneskjur gifti sig, bara af því að þau eru af sama kyni. Hver hefur rétt til að dæma um það. Það er hamingjan sem á að ráða um það hver giftir sig eða ekki.

Hver sem er getur farið og gift sig þó það hafi bara þekkst í nokkra tíma. Það er víst í lagi. Það er víst löglegt. Það er kannski vegna þess að þau virðast hamingjusöm og.......hjálp, hvað er að því að samkynhneigðir fái að gifta sig.

Hættum að dæma þá sem eru samkynhneigðir og hvort þau fái að gifta sig eða ekki. Auðvitað eiga þau að fá að gifta sig.

Það eru mannréttindi allra að fá að elska. 


mbl.is Mótmæli í Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband