Lýðræðið við völd

Frábært að loksins er almúgin vaknaður og farinn að láta í sér heyra.  Kominn tími til að láta þessa kjörnu yfirherra heyra í okkur. Er ekki kominn tími til að hætta að kjósa einræðisherra sem gera eins og þeir vilja með smá millibili og byrja að kjósa þegna fólksins. Þegna sem hafa það starf að hugsa um hag almúgans.

 Fyrir tilstilli ríkisstjórnar, seðlabanka og fjármálaeftirlits þá er Ísland verra úti en annars nú í þessari heimskreppu. Fyrir tilstilli fólks sem hafði ekki vit á því hvað það var að gera og leyfði fáeinum útherjum að leika lausum hala með peningana okkar og gera þjóðina stórskulduga fyrir þessa kynslóð og mögulega næstu kynslóðir.  Fyrir vikið þá á eftir að vera þvílíkt atvinnuleysi fyrir okkur sem þjóð.

Ef ég, við, stöndum okkur ekki vel í vinnu, hvað gerist. Jú, við verðum rekin, missum vinnuna. Yfirmenn þjóðarinnar hafa greinilega ekki staðið sig vel í vinnunni. Hafa ekki uppfyllt þau vinnuskilyrði sem þörf var á. Sofnað á verðinum eða eitthvað. Hvað er röksamasta afleiðingin? Jú, auðvitað að þeir missi vinnuna. Vinnuna sem þeir voru kosnir í en eru ekki starfi sínu vaxnir.

Nú er timinn kominn að við stöndum saman og látum í okkur heyra því þetta snýst jú um okkur sem þjóð og þetta er okkar peningar, störf og framtíð sem þetta snýst allt um. 


mbl.is Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, hver kaus Davíð O sem seðlabankastjóra? Hæfisnefnd að undangenginni auglýsingu starfsins? Nei, því var ekki að heilsa. Geir H. Haarde kaus hann!

Að hagfræðingur skyldi velja mann með jafnvel enga viðskiptafræðimenntun í þetta ráðandi starf í Seðlabankanum – eins mikið og undir þeirri stofnun var og er komið – það var ósvífinn löðrungur á alla stétt hagfræðinga, og þó var hitt öllu verra, að um leið var það fjárhættuspil með efnahagslega gæfu þjóðarinnar.

Aldrei aftur slík mistök í mannaráðningum, Geir! 

Takk fyrir pistilinn um okkar kjörnu einræðisherra, Benedikt!

Jón Valur Jensson, 28.10.2008 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband