Frábært framtak

Loksins er farið að taka á þessu stóra vandamáli. Allt það áreiti sem er í gangi á netinu eins og ofbeldi, klám og viðbjóður sem er á netinu. Sérstaklega því sem viðkemur börnum. Misnotkun barna og unglinga sem kemur upp á netið sem barnaklám- og klámhringir nýta sér. Sem og allt það sem börn og unglingar detta stundum inn á og/eða geta leitað uppi. Þau áhrif sem allt þetta ofbeldi hefur hefur á ungar sálir. Sá ótti og ógnanir sem þetta veldur getur valdið minni sjálfsvirðingu og minni virðingu gagnvart sjálfum sér sem og öðrum. Þetta veldur streitu í lífi og sálum þeirra.

Frábært framtak hjá SAFT og Símanum að taka skrefið til að vernda börnin okkar, vernda framtíð okkar. Svo er það líka undir foreldrunum komið að passa upp á hvað börnin, hvað þau horfa á, hvaða tölvuleiki þau spila, hvað þau eru að skoða á netinu.

Hvernig viljum við að framtíðin verði? 


mbl.is Stefnumót um netnotkun og börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband