Þjóðin líður

Það er hræðilegt að þjóðin þurfi að líða fyrir þessa spillingu. Það er búið að sverta alla íslendinga og við þurfum að borga brúsan. Lán og skuldir okkar sem þjóðar hafa hækkað í himnahæðir. Eins og staðan er núna lítur út fyrir að við, börnin okkar og kannski mögulega barnabörn okkar þurfa borga. 

En því miður lítur út fyrir að spillingin, eins og skuldir okkar, séu líka í himnahæðum. Fólk í öllum stöðum, öllum stórum fyrirtækjum, þingum og ríkisstjórnum er allt skylt, tengt eða bestu vinir. Það fólk sem er fengið til að endurskoða málin er nátengt fólkinu sem er verið að rannsaka. Allt gert svo allt verði áfram á huldu.

Aðstæðurnar eru þannig að vegna efnahagshrunsins, hárra stýrivaxta og alls þá eru hópuppsagnir allsstaðar. Almenn fyrirtæki hafa ekki efni á því að halda sér á floti. Fjölskyldur hafa ekki efni á því að halda sér á floti og þeim mun minni líkur á því þegar fólk getur ekki haldið vinnu sinni.

Hámennirnir eru að fela sig og gera ekki neitt til að bjarga landinu og landanum. Gera allt til að skerast undan ábyrgð. Flýja sem hugleysingja.

Það er verið að friða okkur með að hafa kosningar í vor en hvað höfum við um að kjósa. Þetta er allt sama tóbakið. Sama fólkið sem hefur verið að skipta á milli sín stöðum og ráðherrasætum. Sama spillingin. Allir fastir í reglum og reglugerðum sem halda okkur í föstum skorðum og komumst ekkert áfram.

Hvað er hægt að gera?

Númer eitt er að bjarga þegnum landsins frá barmi gjaldþrots. Ég hef kannski ekki menntun í hagfræði eða neinu svoleiðis. En fyrst það gátu nokkrir einstaklingar farið og leikið sér með peningana okkar og einnig búið til peninga sem voru ekki til og skapað þessar skuldir. Þá ætti alveg eins að vera hægt að núllstilla reikningana okkar, já eða skuldirnar okkar. Ef við eigum að ná að vinna okkur upp úr þessari þjóðarskuld þá ætti það að verða auðveldara ef skuldir heimilana og almennra fyrirtækja væri núllstillt. Fólk fengi vinnuna sína aftur. Fyrirtæki gætu byrjað aftur að ná gróða. Fólk fengi tækifæri til að stofna ný fyrirtæki, sprotafyrirtæki. Koma með nýjar hugmyndir, nýtt hugvit, nýja uppbyggingu.

Það þarf að fá nýtt fólk á þing, í ríkisstjórnina, nýja hugsun, hreina hugsun.  Það er stanslaust kvabb á alþingi en ekkert skeður. Við sem þjóð fáum engin svör.

Það er skylda okkar sem þjóð, sem samfélag, sem einstaklingar að heimta rétt okkar í þessum málum. Erum við fórnarlömb sem höfum ekkert val eða ætlum við að ætlum við að endurheimta rétt okkar á góðu lífi og að lifa í upplýstu þjóðfélagi án spillingar. Verum vakandi.

Góðan dag. 


mbl.is Skoða meintar milljarðafærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband