Sýnimennska og ábyrgðarleysi

Ég skil ekki þessa sýnimennsku og yfirlæti. Hvers vegna þarf að vera leynd yfir samningaviðræðum við IMF þegar þetta snýst um framtíð okkar allra. Þetta ætti einnig að vera í okkar höndum að ráða framtíð okkar. Eins og staðan er núna þá eykur þetta bara á óöryggi allra. Fyrirtæki segja upp fólki vegna óöryggis í framtíðinni og það kannski að óþörfu

Ef það er satt að það sé verið að fjárkúga okkur að hendi Breta og Hollendinga þá vildi ég spyrja þá hvort þeim fyndist meiri líkur á að við borguðum eitthvað til þeirra ef við fengum ekki aðstoð. Þeir vilja greinilega frekar setja þjóðina í gjaldþrot en að hjálpa okkur og að við vinnum öll saman. Ef staðan er þannig þá þurfum við aðeins að róa okkur, hætta að haga okkur eins og fórnarlömb og betla. Endurskoða stöðu okkar, fara að hugsa á nýjan hátt. Endurheimta sjálfstæði okkar og byggja upp nýtt og betra samfélag sem virkar til uppbyggingar til lengdar. Það þarf að byrja strax.


mbl.is Samskipti við IMF í hnút
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband