Hvað í ósköpunum er í gangi

Hvað í ósköpunum er í gangi. Vegið ómaklega að ráðherrum. Ráðherrum sem ekki sinntu sínu starfi og segjast ekki hafa
haft hugmynd um hvað væri í gangi, að þeim hafi ekki verið sagt neitt. Það er jú á þeirra ábyrgð að vita allt um þessa hluti.
Það eru allir að afsala sér allri ábyrgð. Það er eins og það sé bara engin heima.
Við erum að fá kalda öxl frá öllum löndum og IMF vegna þess að þeim vantar fleiri upplýsingar.
Þeim vantar ábyggilega meiri upplýsingar því það er svo mikið leynimakk hjá ráðherrum okkar og það líklega vegna þess
að þeir vita ekkert, eins og vanalega.
Mér finnst nú frekar að það sé vegið ómaklega að okkur þjóðinni. Það er algjörlega hunsað allt í sambandi við okkur.
Við fáum ekkert að vita og það er ekkert hlustað á okkur.
Bjarni Harðar segir af sér út af skitnum tölvupósti en þessir herrar sem hafa hjálpað að koma þjóðinni á hausinn vegna
ábyrgðarleysis ríghalda í sín sæti.
Einnig það ábyrgðarleysi að vilja hætta á borgarastyrjöld bara til að halda sínu sinnuleysi áfram.
Reiðin er þvílíkt að grassera í fólki en Geir segir að það sé ekkert hlustað á mótmæli. Það er sem sagt ekkert hlustað á
hvað þjóðin er að líða og hvað þjóðin vill.
Ef þessir menn segja ekki af sér eða allavega stígi frá á meðan það er verið að koma öllum málum á réttan kjöl og verið að rannsaka
málin þá mun þjóðin springa. Sama hversu siðmenntuð við erum þá eru mörk sem slæmt er að fara yfir.
Meðan allir þaga, meðan allir afsala sér ábyrgð, meðan allir benda hver á annan og meðan þessir menn sitja áfram þá er
aldrei hægt að rannsaka þetta og komast til botns í málinu.
Spillingin nær greinilega það djúpt og þeir vernda hvern annan fram í rauðan dauðan, þó það kosti borgarastyrjöld.

Hvað í ósköpunum er í gangi. Hafið smá manndóm í ykkur og segið af ykkur og leyfið öðrum að vinna að þessu og rannsaka allt.
Hafið smá manndóm í ykkur áður en sundrungin verður. Þið hafið gengið of langt og þjóðin verður aldrei sátt fyrr en þið eruð farnir.
Þegar fólk sinnir ekki sínu starfi og fylgist ekki með þá er ekki nema sjálfsagt að það segi upp starfi sínu. Þ.e.a.s ef það hefur smá
manndóm í sér og heiðarleika.
Hvað þarf eiginlega til?

Ég elska mitt land og mun aldrei flýja land mitt. En það eru svo margir sem sjá enga ástæðu að lifa í landi þar sem yfirstjórn landsins
hunsar þegna sína svona.
Við höfum verið að kjósa einræðisherra sem gera nákvæmlega eins og þeim lystir án þess að hlusta á þá sem kusu þá.
Við heldum að við værum að kjósa þegna fólksins, sem áttu að hugsa vel um okkur.
Sem áttu að vinna með okkur en ekki gegn okkur.
mbl.is Vegið ómaklega að ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband