Faglærðar manneskjur
12.11.2008 | 16:15
Ég skil ekki að það skuli vera svona erfitt að fyrir þá að skilja að þeir eru ekki að standa sig sem skyldi og eru engan vegin að geta sinnt sínu starfi.
Það þarf að fá nýtt fólk inn til að geta leyst þessi mál. Mér er alveg sama um hvort það verði kosningar eða ekki. Það á bara að leysa alla frá sínum tignum og það þurfa bara allir að vinna saman.
Ríkisstjórn, stjórnarandstaðan. Það þarf að fá eins margar fagfróðar manneskjur inn í vinnuna og verkefnið að bjarga Íslandi. Ein góð sem ég mæli með er Lilja Mósesdóttir.
Hættið að halda í völd sem þið hafið ekki því það þarf að opna umræðuna og fá sem flesta til að leggja þessu lið. Ég trúi ekki að það hafi ekki verið gert fyrir löngu, ég skil það bara ekki.
Að vera að rífast við þjóðir þegar við þurfum á hjálp að halda.
Gefum bretunum, hollendingunum og þjóðverjum bara fasteignir bankana þarna úti.
Við verðum að leysa úr ágreiningi sem er að hefta allt í sambandi við Ísland.
Hrokin í ráðamönnum okkar er allt of mikill, þeir eru allt of fastir í frekju og yfirlæti.
Mér er slikk sama þó þeir siti við völd að nafninu til eitthvað lengur en þeir verða að leita hjálpar allstaðar frá.
Leita hjálpar hjá sem flestum sérfróður hér innanlands, því að þeim mun fleiri hugmyndir og fleiri skoðanir sem
við fáum er bara af hinu góða. Sömuleiðis að leita hjálpar erlendis frá á diplómatískan hátt.
Þetta er ekki rétti tíminn til að vera að reita fólk og egna því.
Staðan er grafalvarleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Facebook
Athugasemdir
AKKÚRAT!
Thor Svensson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.