Hamingjan er mikilvægust

Ég skil ekki af hverju það er svona erfitt að viðurkenna það að samkynhneygð er hluti af okkur sem mannkyn, því er ekki hægt að neita og því á ekki að neita. Þetta er borgaralegur réttur eins og sagt er. Ef kirkjan er svona ofboðslega uppstoppuð af dómhörku og afneitun þá spyr ég hvar þessi fyrirgefandi faðir er sem kallaður er guð. Hvað varð af guði sem elskar öll sín börn.

Þetta snýst um ást, umhyggju og hamingju. Það á ekki að vera undir kirkjunar mönnum eða annara að dæma um hverjir megi gifta sig eða ekki. Er það í alvörunni lögbrot að elska aðra manneskju. Er það í alvörunni lögbrot að tvær manneskjur gifti sig, bara af því að þau eru af sama kyni. Hver hefur rétt til að dæma um það. Það er hamingjan sem á að ráða um það hver giftir sig eða ekki.

Hver sem er getur farið og gift sig þó það hafi bara þekkst í nokkra tíma. Það er víst í lagi. Það er víst löglegt. Það er kannski vegna þess að þau virðast hamingjusöm og.......hjálp, hvað er að því að samkynhneigðir fái að gifta sig.

Hættum að dæma þá sem eru samkynhneigðir og hvort þau fái að gifta sig eða ekki. Auðvitað eiga þau að fá að gifta sig.

Það eru mannréttindi allra að fá að elska. 


mbl.is Mótmæli í Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Áhugaverð umræða, ágæti Benedikt, og gæti gefið tilefni til góðrar kappræðu, m.a. um biblíulega afstöðu í málinu, en ég sleppi slíkri umfjöllun og legg fyrst og fremst fram tvær spurningar:

  1. Einskorðast hamingjan við hjónaband, þ.e.a.s.: getur fólk aðeins upplifað hamingju í hjónabandi?
  2. Voru kjósendur í Arizona, Flórída og Kaliforníu (eins frjálslynd og hún er) að banna samkynhneigðum að fá að elska (þitt orðalag), þegar þeir samþykktu, að hjónaband væri aðeins fyrir karl og konu, en bannað samkynhneigðum?

Ef svarið við (1) er nei, er ekki unnt að segja, að með banni við hjónabandi samkynhneigðra í 30 ríkjum Bandaríkjanna sé verið að meina samkynhneigðum að upplifa hamingju.

Að endingu má vísa á góða grein eftir Raphaelu M.T. Schmid í Oxford-háskóla, sem fjallar um hugsanlegt réttmæti hjónabands milli samkynhneigðra og sýnir (að mínu mati) ljóslega fram á, að hjónaband karls og konu (eingöngu) er ekki ein tegund mismununar. Væri fróðlegt að sjá þitt mat á greininni eða rökstudd andmæli gegn henni.

Jón Valur Jensson, 8.11.2008 kl. 02:48

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég tek undir orð þín Benedikt 

Jón Valur: Auðvitað er ekki verið að banna samkynhneigðum að elska og ef að þú værir ekki að reyna að snúa útúr því sem að Benedikt var að segja hér að ofan, þá hefðir þú sleppt þessari fáránlegu athugasemd.

Við vitum mæta vel að engin þarf að gifta sig til að elska. En við vitum líka flest að þegar að manneskja elskar aðra manneskju þá langar þeim oft til að gifta sig. Með því sýna þær, manneskjurnar, hvað þær elska hverja aðra mikið, að þær ætli að standa saman í blíðu og stríðu og allt það...

Það er sama hvað hver segir, samkynhneigð er eitthvað sem hefur alltaf og verður alltaf hluti af lífinu.

Þetta snýst örugglega mikið um að vera samþykktur. Það hlýtur að vera hrikalegt að lifa lífi þar sem að fjórða hver (eða hver sem svo hlutföllin eru) manneskja lítur á þig sem viðrini. Að fólk komi fram við þig eins og þú sért annars flokks.

Fólk er fólk!

Sporðdrekinn, 8.11.2008 kl. 05:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband