Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Þetta er ekki rétti tíminn fyrir kosningar!
28.10.2008 | 15:55
Nú er tími til að standa saman og vinna saman að þeim verkefnum sem fyrir okkur liggja. Ef það er kosið núna þá er bara svipað tóbak sem tekur við. Bæði ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan á bara að draga sig aðeins til hlés og fá inn alvöru sérfræðinga, hagfræðinga og allt heila klabbið. Fá inn fólk sem hefur vit á því sem þarf að gera með efnahaginn. Það þarf ekki bara að hafa ríkistjórnina í ráðum, heldur stjórnarandstöðuna, sérfræðingana og einnig að hafa okkur fólkið með í ráðum. Þetta er jú framtíð okkar og peningar sem um er að ræða.
Opnari samskipti milli allra. Svo mætti setja meiri kröfu á fjölmiðla um að krefjast svara og greina frá öllu.
Slökum á með kosningar og förum að vinna saman, allir sem einn.
Safna undirskriftum vegna kröfu um kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað er í gangi?
28.10.2008 | 10:13
Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lýðræðið við völd
28.10.2008 | 01:13
Frábært að loksins er almúgin vaknaður og farinn að láta í sér heyra. Kominn tími til að láta þessa kjörnu yfirherra heyra í okkur. Er ekki kominn tími til að hætta að kjósa einræðisherra sem gera eins og þeir vilja með smá millibili og byrja að kjósa þegna fólksins. Þegna sem hafa það starf að hugsa um hag almúgans.
Fyrir tilstilli ríkisstjórnar, seðlabanka og fjármálaeftirlits þá er Ísland verra úti en annars nú í þessari heimskreppu. Fyrir tilstilli fólks sem hafði ekki vit á því hvað það var að gera og leyfði fáeinum útherjum að leika lausum hala með peningana okkar og gera þjóðina stórskulduga fyrir þessa kynslóð og mögulega næstu kynslóðir. Fyrir vikið þá á eftir að vera þvílíkt atvinnuleysi fyrir okkur sem þjóð.
Ef ég, við, stöndum okkur ekki vel í vinnu, hvað gerist. Jú, við verðum rekin, missum vinnuna. Yfirmenn þjóðarinnar hafa greinilega ekki staðið sig vel í vinnunni. Hafa ekki uppfyllt þau vinnuskilyrði sem þörf var á. Sofnað á verðinum eða eitthvað. Hvað er röksamasta afleiðingin? Jú, auðvitað að þeir missi vinnuna. Vinnuna sem þeir voru kosnir í en eru ekki starfi sínu vaxnir.
Nú er timinn kominn að við stöndum saman og látum í okkur heyra því þetta snýst jú um okkur sem þjóð og þetta er okkar peningar, störf og framtíð sem þetta snýst allt um.
Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvernig öðruvísi
28.10.2008 | 00:59
Hvernig öðruvísi er hægt að ná tökum á glæpamönnum og glæpastarfssemi?
Það er kannski ekki gaman að lifa í lögregluríki eða að hafa of mikið eftirlit en hvað er annað hægt að gera til að ná tökum á glæpastarfsemi og hryðjuverkum. Auðvitað þarf þá líka að hafa eftirlit með eftirlitinu svo einkalíf okkar fari ekki alveg um þúfur. En auðvitað viljum við að skúrkarnir nái ekki að fela sig og hverfa meðal almenning meðan þeir eru að eyðinleggja líf annara. Þetta er erfitt val en hvað eigum við að gera.
Ég er persónulega hlynntur þessu þar sem ég hef ekkert að fela og vil að framtíð ókomna kynslóða geti lifað í öryggi frá ofbeldi og glæpum. Er þetta erfitt val eða......
Fingrafaralesarar í vasa breskra lögreglumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |